Lóþvengur (Halosiphon tomentosus)

Útlit

Brúnn, ógreindur þráður, lengd allt að 2-3 metrar. Hann líkist skollaþveng og finnst á svipuðum stöðum, en greinist frá honum á brúnni ló sem þekur þráðinn nema neðst, við festiskífuna.

Útbreiðsla

Lóþvengur finnst í fjörupollum neðst í fjörunni víða um land, líkt og skollaþvengur. Þolir ver ferskvatnsáhrif (lága seltu) en hann. Lóþvengurinn finnst víða við strendur Norður-Evrópu.

Nytjar

Sennilega þær sömu og  skollaþvengs.