Flaga (Ralfsia fungiformis)

Útlit

Brúnar hnöttóttar flögur sem minna á sveppi, sbr. tegundarheitið jafnvel fléttu en eru brúnþörungar . Flögurnar skarast og eru 2-4 cm í þvermál. Flagan er brúnleit, með ljósari jaðra og  þykk og leðurkennd ásamt því að það er hægt er að losa þær frá undirlaginu. Þetta á sérstkalega við um elstu hluta þörungsins, næst miðjunni, vöxturinn er í jöðrunum.

Útbreiðsla

Vex í fjörupollum í klapparfjörum, oftast neðarlega og finnst víða um land þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Flagan vex víða um heim.

Á annarri myndinni vex flaga meðal annars á kalkskorpu.