Fjöruhrúðurkarl (Semibalanus balanoides)

Útlit

Algengasti hrúðurkarlinn við landið. Situr á grjóti og myndar oft samfelld belti á klettum, steinum og bryggjum, einkum þar sem brims gætir. Það er kallað hrúðurkarlabeltið. Þvermál um 15 mm. Hann er oftast í laginu eins og lítið keilulaga eldfjall og snýr opið upp. Fjórar hreyfanlegar plötur loka opinu og hlífa dýrinu og opnast þegar það aflar sér fæðu. Einnig nefndur fjörukarl.

Balanus crenatus, sem enn vantar íslenskt heiti, en við styngum uppá kræklingskarli, er líkur fjöruhrúðurkarli. Hann situr langoftast á kræklingi og sé hann losaður frá undirlagi situr þunn kalkplata eftir, en ekkert verður eftir þegar fjörukarlinn er losaður.

Fæða og æxlun

Fjöruhrúðurkarlinn lifir á litlum svifdýrum og lífrænum ögnum sem berast með sjónum. Hann notar fæðuanga, sem eru ummyndaðir útlimir með þéttum hárum, til að veiða dýrin. Fjörukarlinn er tvíkynja en æxlun verður ávallt milli tveggja dýra. Dýrin verða kynþroska eins til tveggja ára gömul og æxlunin fer fram á haustin

Útbreiðsla

Fjöruhrúðurkarlinn er algengur allt í kringum land, sem og við Norður-Atlandshafið frá Svalbarða og Grænlandi suður til Spánar og Karolínu vestan hafs, sem og í Norður-Kyrrahafi.