Þráðormar – Nematoda, fylking
Þetta eru sívalir óliðskiptir ormar, oddhvassir í báða enda, frekar einfaldir að uppbyggingu með sveigjanlega yfirhúð. Flestir litlir, ekki mikið lengri en um 1 millímetri að lengd. Einfaldan rörlaga meltingarveg með op á báðum endum, þeir hafa hvorki öndunar- eða blóðrásarkerfi. Það má segja að þráðormar finnast alls staðar og það oft í gríðarlegu magni. Áætlað hefur verið að það séu um 60 milljarðar þráðorma á hvern mann á Jörðinni í jarðvegi og þéttleikinn sé mestur í freðmýrum og barrskógum. Það er sama hvert vistkerfið er að alls staðar má finna þráorma, ein rannsókn sýndi að það geta verið 236 tegundir í fáeinum fersentímetrum af leðju, margir lifa í jarðvegi eða sjávarbotni, þeir lifa einnig sem sníklar í plöntum og dýrum. Aðrir lifa sem rotverur, ránlífi á örverum, svo geta þeir verið mjög sérhæfðar lífverur, eins og ein tegund sem lifir í fylgju búrhvala. Flestir þráðormar einkynja. Við frjóvgun þá koma karldýrin sæðinu til kvendýranna með nokkurs konar broddi sem sæðið fer í gegnum yfir í kvendýrið. Sæðisfrumurnar eru sérstakar þar sem á þeim eru engar svipur heldur hreyfa þær sig með amöbuhreyfingum, með svokölluðum skinfótum.
Til þráðorma teljast yfir 25.000 tegundir, sumir áætla 500.000 það er á reiki hve tegundirnar eru margar og sumir áætla að til er yfir milljón tegundir. Rannsóknir hafa sýnt að þráðormar gegna lykilhlutverki í vistkerfi heimsskautasvæða. Ormarnir eru mjög líkir og er erfitt að greina þá til tegunda. Ekki er vitað hve margar þráðormategundir lifa út í náttúru Íslands. Þá má finna í fjöru eins og annars staðar og það stundum í verulegu magni.