Bóluþang (Fucus vesiculosus)
Útlit
Þetta er ein algengasta þangtegund landsins og er auðgreind á hinu dæmigerða einkenni: loftfylltum blöðrum sem sitja saman í pörum sitthvoru megin við miðtaugina, stöku sinnum eru þær þó stakar eða þrjár saman. Blöðin eru kvíslgreind. Æxlunarfærin/kynbeðin/frjóbeður eru sporöskjulaga og þrútin á endum greinanna þegar þau þroskast. Þau þroskast á vorin og eru áberandi á endum sumra greinanna. Þau falla af þegar líður á sumarið. Bóluþangið er brúnleitt eða grænleitt að lit, venjulega 30-90 cm langt og blöðin eru 1-2 cm breið.
Sum afbrigði skúfaþangs geta líkst bóluþangi. Klóþangið er líka með blöðrur, en þær eru alltaf stakar og vaxtarlag plöntunnar er annað.
Útbreiðsla
Vex aðallega um miðja fjöruna í grýttum fjörum og klapparfjörum um land allt. Afbrigðið ósaþang er bólulaust, fremur smávaxið afbrigði sem vex inní fjörðum við árósa. Vex annars beggja vegna Norður-Atlantshafs.
Bóluþang var nýtt á ýmsa vegu fyrr á tímum, til matar í harðindum, sem skepnufóður, brenni og áburður, sjá nytjakafla.