Dvergaþang (Pelvetia canaliculata)

Útlit

Dvergaþang er smávaxið, greinarnar eru rennulega, kvíslgreindar og grannar, innan við 4 mm á breidd, en plantan sjálf er 5-15 cm að lengd. Á endum greinanna eru stutt, gul, uppblásin kynbeð, hnyðjótt og oft tvískipt. Þau eru stóran hluta ársins á þanginu.

Engir þörungar líkjast dvergaþangi og ekkert annað vex svo ofarlega í fjörunni, þó klapparþang nái stundum uppí dvergaþangið.

Útbreiðsla

Dvergaþangið vex efst í grýttum fjörum og klapparfjörum sunnan lands og vestan. Dvergaþang er ein af fáum þörungategundum sem ekki þolir að vera samfellt á kafi í sjó en þarf að þorna öðru hvoru og getur verið á þurru í allt að þrjár vikur. Það getur því ekki vaxið í fjörupollum.

Útbreiðsla

Nytjar eru engar, nema til beitar og fyrrum sem brenni.