Aða (Modiolus modiolus)

Útlit

Stór skel, með þeim stærri sem finnast hér við land. Algeng stærð um 10 cm þegar hún er fullvaxin. Bláleitar eða brúnleitar skeljar sem er tengdar saman á hjör, hvítleitar að innan. Skelin er frekar þykk. Eins og kræklingur þá festir skelin sig við undirlagið með skeggi. Á skelinni eru áberandi rákir, vaxtarlínur.

Svokallað nef á enda skeljar er skilið frá framenda, þannig að endinn er flatur og það er ekki endastætt eins og hjá krækling.

Fæða og æxlun

Aða er svokallaður síari, tekur fæðu úr sjónum sem streymir í gegnum lífveruna, aðallega smásæir þörungar og lífrænar leifar sem eru í sjónum. Ytri frjóvgun, lirfa (fyrst trochophore og síðar veliger) þroskast fljótlega eftir frjóvgun, lirfan leitar uppi hentugt búsvæði og sest þar að og þroskast í skeldýr.

Útbreiðsla

Hefur frekar takmarkaða útbreiðslu við Ísland, helst við Suðvesturland, en einnig fundin við Vestmannaeyjar, Akranes og í Breiðafirði. Lifir neðst í grýttum fjörum. Sjaldséð lifandi í fjörum en skelina má oft finna í reki. Aða finnst við Kyrrahafsströnd og Atlantshafsströnd Norður-Ameríku,

Nytjar

Frekar takmarkaðar nytjar en aðan hefur verið tínd af almenningi í litlu mæli. Mjög góður matur, ekki síðri en kræklingur, og meiri matur er í skelinni.