Ánar (Oligochaete, undirflokkur)
Ormar sem lifa í fersku og söltu vatni, einnig í rökum jarðvegi. Þeir eru ekki með neinar fóttotur. Hafa ekki höfuð og á fyrsta lið eru ekki nein skynfæri, heldur bara lítill munnur, sumir eru með anga á fyrst lið. Svokölluð gjörð (clitellum) einkennir ána og er hún framarlega á líkamanum, hana mynda kirtlar á ákveðnum liðum sem gefa frá sér slím sem verður að hylki um egg. Ánar eru tvíkynja. Um 10.000 tegundir tilheyra ánum og lifa í ferskvatni, sjó og á þurru landi, þar af lifa um 600 tegundir í sjó. Ánamaðkar eru þekktustu ánar á landi.
Ýmsar tegundir ána lifa í íslenskum fjörum en það er mjög strembið að greina á milli þeirra, við greiningar verður að styðjast við nákvæma greiningarlykla og nota víðsjá eða smásjá til þess að greina smæstu smáatriði í byggingu þessara dýra. Ánar eru einna helst sýnilegir í grjótfjörum ofan við þangbeltið.