Kóralþang (Corallina officinalis)
Lýsing
Kóralþang er kalkkenndur, hægvaxta rauðþörungur. Hann er fjaðurgreindur, liðskiptar greinar eru gerðar úr aðskildum, stuttum, sívölum kalkliðum. Plantan vex upp af skorpulaga festu. Hæð 3-10 cm. Litur kóralþangs er frá hvítu (dauður þörungur) yfirí bleikt og fjólublátt. Æxlunarfærin sitja á enda greinanna, þau falla af þegar plantan þangið æxlast um sumarið.
Engir þörungar líkjast kóralþangi.
Útbreiðsla
Vex á klöppum í fjörupollum um alla fjöruna, einnig á steinum og klöppum neðst í fjörunni. Finnst um land allt, en síst á Austurlandi. Kóralþang lifir um öll heimsins höf, bæði í köldum og heitum sjó.
Nytjar eru litlar.