Baldursbrá (Tripleurospermum maritimum)
Lýsing
Baldursbrá er af körfublómaætt. Þetta er fremur stórvaxinn jurt (20–60 sm), með margskiptum fíngerðum blöðum og stórum hvítum blómkörfum, með gulum pípukrýndum blómum í miðjunni. Körfurnar eru 3-5 cm að þvermáli. Blómgast í júlí.
Eina blómið sem líkist baldursbrá er freyjubrá, hún er sjaldgæfur slæðingur við bæi og í görðum.
Útbreiðsla
Aðalbúsvæði baldursbrár er fjörusandur, en hún vex einnig kringum mannabústaði, á sorphaugum og víðar. Vex í fjörum víða um land, síst á NA-landi og norðanverðu Austurlandi og með Suðurströndinni.
Nytjar
Baldursbrá er gömul lækningajurt og er fjallað um hana í kaflanum um nytjar.