Hrímblaðka (Atriplex glabriuscula)

Lýsing

Hrímblaðka (hélunjólaætt). Stöngull uppréttur eða jarðlægur, greinar útstæðar, hæð (eða lengd stönguls) 10-50 cm. Blómin eru smávaxin, rauðleit og vaxa útúr blaðstæðinu. Blöðin eru dökkgræn eða rauðfjólublá. Jurtin er alsett smáum, hvítum salthárum, sem gefa henni hrímgrátt yfirbragð. Blómstrar frá júní og út sumarið.

Greiningar á hélunjóla (hélublöðku) og fleiri náskyldum tegundum er eitthvað á reiki og verður ekki fari útí þá sálma hér.

Útbreiðsla

Hún er algeng allt í kring um landið og vex í fjörusandi og uppreknu þangi.

Nytjar eru ókunnar