Sjávarfitjungur (Puccinellia coarctata)

Lýsing

Meðalstór grastegund, 10–30 cm há, með mjó blöð, sem vaxa í toppum og gráleitan, grannan punt. Smáöxin með 3-8 blómum. Blómgast í júlí.

Svipar mjög til varpafitjungs, sem er með stærri og útstæðari punt.

Útbreiðsla

Sjávarfitjungur vex jafnt í þéttum breiðum á grónum sjávarfitjum, sem og á sjávarklöppum eða í grjótfjörum. Hann vex um land allt, þar sem skilyrði eru fyrir hendi.

Nytjar

Sjávarfitjungur þótti góð beitarplanta, en var að öðru leiti ekki nýtt.