Ægissigð (Petalonia fascia)

Útlit

Ægissigð er með brúnar, flekkóttar blöðkur með stuttan stöngul, sem vaxa stakstæðar uppaf festuskífu, oft nokkur blöð á sömu skífunni. Blöðkurnar eru 5-30 cm á lengd og allt að 5 cm breið. Finnst einkum síðsumars og fram á haust.

Gæti líkst dílablöðku, en skortir hárdíla hennar. Báruband vex á svipuðum slóðum og oft innanum ægissigð, en er með mjórri jafnbreiðar blöðkur.

Útbreiðsla

Vex í fjörupollum í klapparfjörum eða grýttum fjörum, einnig á steinvölum neðarlega í malarfjörum. Vex víða um land og víða um heim.

Nytjar eru engar.