Balanus crenatus

Útlit

Þessi hrúðurkarl er á stærð við fjörukarl, en með mun meira áberandi rákóttar eða hryggjóttar kalkplötur.  Sé hann losaður frá undirlagi situr eftir þunn kalkplata, meðan ekkert verður eftir þegar fjöruhrúðurkarlinn er losaður. Myndar ekki belti eins og hann.

Útbreiðsla

Hann er neðarlega í fjörum og situr langoftast á kræklingi. Finnst eingöngu á Vesturlandi, en lifir annars víða á norðurhveli jarðar. Það mætti kalla hann kræklingskarl á íslensku.

Fæða og æxlun er svipuð og hjá fjöruhrúðurkarli.