Baugasnotra (Onoba aculeus)
Útlit
Smávaxinn kuðungur, allsterklegur og ógagnsær, hvítur eða gulleitur og næstum sívalur. Hyrnan löng og oddregin. Vindingarnir 6, kúptir, grunnvindingurinn rétt tæpur helmingur af lengdinni, saumurinn djúpur. Munninn egglaga. Liturinn hvítur eða gulleitur, lengd 4 mm.
Líkist tveimur öðrum snotrum, sem báðar eru sjaldgæfar, bárusnotru, sem er algengari og gljásnotru.
Fæða og tímgun
Lifir meðal annars á svifþörungum og groti. Fjölgar sér svipað og aðrir sæsniglar.
Útbreiðsla
Algeng neðarlega í grýttum fjörum, oft undir steinum í miklu magni. Víða umhverfis land á 0-20 m dýpi.
Nytjar eru engar.