Beltisþari (Laminaria saccharina)
Útlit
Stórvaxinn brúnþörungur, breytilegur að útliti, en þó auðþekkjanlegur og líkist engum öðrum þörungum. Blaðkan er ógreind, hrufótt eða bylgjótt, með liðaða jaðra, án miðtaugar. Hún vex upp af sívölum stilki og greinóttum festusprotum. Beltisþarinn er brúnn eða gulbrúnn. Hann getur orðið meira en 5 m langur, en algengast er 1-2,5 m.
Eini stórvaxni þarinn sem gæti líkst beltisþara er marinkjarni, en hann er með greinilega miðtaug.
Útbreiðsla
Vex neðst í fjörum, helst þar sem skjólsælt er og er ríkjandi tegund á malarbotni á skjólsælum stöðum. Vex einnig þar sem er brimasamra, niður á 25 m dýpi. Hann finnst allt í kringum land. Hann vex víða umhverfis Norður-Atlantshaf.
Nytjar
Beltisþari er góður matþörungur, hann er sætur á bragðið eins og fræðiheitið gefur til kynna. Best er að tína hann á haustin eða eftir vaxtartímabilið, sem er frá desember til júní. Nánar í nytjakafla.