Bergbúi (Zirfaea crispata)

 Útlit

Kúptar skeljar sem eru sterklegar hvítar að lit.  Dæld um miðja skel og nef framan við miðja skel.  Brett upp á skel á afturenda.  Mismunandi mynstur á aftur- og framhluta skeljanna.  Báðir enda gapa.  Lengd skelja er um 6 cm.

Fæða og æxlun

Lifir á lífrænum ögnum og smásæjum þörungum, sem skelin síar úr sjó í umhverfi skeljarinnar.  Ytri frjóvgun, lirfa (fyrst trochophore og síðar veliger) þroskast fljótlega eftir frjóvgun, lirfan leitar uppi hentugt búsvæði og sest þar að og þroskast í skeldýr.

 Útbreiðsla

Grefur sig ofan í set eða í mjúkt berg.  Víða við Íslands á litlu dýpi, 0−5 m.  Finnst í Norður-Atlantshafi, frá Kólaskaga og allt suður til Biskajaflóa og í Norður-Ameríku frá Lawrenceflóa og suður til Norður-Karólínu.

Nytjar eru engar.