Bertálknar – Nudibranchia (ættbálkur)
Bertálknar eru lindýr og skyldir kuðungum og samlokum. Það má telja þá snigla án skeljar. Bertálknar draga nafn sitt af því að oft eru tálknin utanáliggjandi og mynda einskonar krans utan á dýrinu. Algengt er þó einnig að bertálknar hafi ekki tálkn heldur andi gegnum húðina og hafa þeir oft ýmsar fellingar þannig að líkamsyfirborðið verður stærra sem gerir öndun um húð auðveldari. Bertálknar eru tiltölulega flatvaxnir, aflangir eða sporöskjulaga og færa sig áfram á botni með stórum fæti sem er undir dýrinu öllu. Munnurinn er fremst á fætinum eða framan við hann
Bertálknar eru rándýr og éta þá ýmiskonar botnlæg smádýr svo sem mosadýr, hveldýr aða svampa. Þeir verjast óvinum sínum með eitri; í totum bertálknanna eru eiturkirtlar eða eiturnálar sem koma í veg fyrir að önnur rándýr leggi þá sér til munns, þeir gjarnan litskrúðugir til að minna á það.
Hvernig verjast þeir óvinum sínum þar sem þeir eru oft áberandi og ekki með neina skel til varnar? Svarið við því er að þeir verjast með vondu bragði eða eitri og eru þeir gjarnan litskrúðugir til að minna á það. Eitrið framleiða þeir ekki allt sjálfir. Sumar tegundir geta endurnýtt eiturnálasekki úr holdýrunum sem þeir éta, sekkjunum koma þeir fyrir á öngunum og totunum á baki sér.
Bertálknar lifa í neðsta hluta fjörunnar og neðan fjörunnar allt niður á nokkur hundruð metra dýpi. Algengastir eru þeir á hörðum botni.
Bertálkninn á myndinni nefnist skrautbjarki (Dendronotus frondosus)