Blaðberi (Phyllophora pseudoceranoides)
Útlit
Fremur smávaxinn rauðþörungur, 5-15 cm hár. Breið, blævængslaga rauð blaðka vex upp af sívölum, dökkum stilk. Blaðkan er margskipt og eru blöðin rúnnuð í endann. Venjulega vaxa nokkrir einstaklingar útfrá sömu festunni.
Líkist sjóarkræðu og fjörugrösum, sjóarkræðan er með rennulaga greinar og fjörugrösin eru með flatan stilk, ekki sívalan.
Útbreiðsla
Vex í pollum neðst í klapparfjörum. Útbreiðslan er í hlýja sjónum, hún nær frá Hornafirði, um Vestmanneyjar og fáeina aðra staði á Suðurströndinni, um Reykjanesskagann og vestur á Barðaströnd. Vex við strendur Vestur-Evrópu, frá Miðjarðarhafi norður til Noregs og Íslands.
Engar nytjar eru þekktar.