Dílafló (Amphithoe rubricata)
Útlit
Dílafló er rauð- eða grænleit, jafnvel bláleit, hefur jafnan ljósa díla á baki. Hún er hliðflöt, fálmarar eru langir, þeir aftari eru álíka langir og þeir fremri, engin hliðarsvipa. Augu eru lítil, kringlótt. Lengd 2 cm.
Fæða og tímgun
Svipar til fjöruflóa.
Útbreiðsla
Dílafló finnst neðst í grýttum fjörum, hún býr í pípu eða rás, sem er fest við þang eða undir steinum.