Dýr

Eins og fram hefur komið í lýsingum á lífverum hér á vefnum, sem og í inngangi þessa kafla, eru fjölmörg fjörudýr nýtt til matar og hafa margir ánægju af að fara í kræklingafjöru eða leggja krabbagildrur við bryggju, svo dæmi séu nefnd. Stundum þurfa áhrifin að koma utanfrá, sbr. myndina hér að ofan þar sem íslendingar af asískum uppruna koma saman … ekki í lautarferð, heldur bryggjuferð, til að veiða bogkrabba á Eyrarbakka. En Íslendingar hafa ekki mikið lagt sér bogkrabba til munns fram að þessu.