Fiðurþari (Ptilota gunneri)

Lýsing

Fiðurþari eða fiðurþang er fallegur rauðþörungur sem finna má sem undirgróður í þaraskógunum. Greinarnar líkjast fjöðrum og kemur nafnið þaðan. Fiðurþangið vex gjarnan á öðrum lífverum svo sem svömpum eða stærri þarategundum. Það verður allt að 30 cm langt.

Líkist rauðfjöður, en kvíslun greinanna er grófari og hún er rauðari.

Útbreiðsla

Fiðurþangið er algengt við Ísland og finnst mjög víða á norðurhveli jarðar, bæði í Kyrrahafi og í Atlantshafi.

Engar nytjar eru þekktar.