Fjörufluga (Heterocheila buccata)
Útlit
Fjöruflugan er tvívængja (Diptera) eins og þangflugan, þær tilheyra þó sitthvorri ættinni. Fjöruflugan lifir í sama búsvæði og þangfluga þannig að það er auðvelt að rugla þeim saman þegar þær eru á sveimi í kringum mann í fjörunni. Þegar grannt er skoðaða er töluverður munur á þessum flugum. Það má segaj að fjöruflugan séu kröftugri en þangflugan, brúnari að lit og meira áberandi hár á henni en þangfluginni, sú síðarnefnda er einnig flatvaxnari og svört að lit. Fjöruflugan er miðlungsstór flug, 4,2 -6,5 mm að lengd.
Fæða og æxlun
Fjöruflugan lifir í rotnandi þangi eins og þangflugan og fjölgar sér þar.
Útbreiðsla
Hér lifir fjöruflugan í þanghrönnum um land allt. Fjöruflugan hefur hafræna útbreiðslu í Evrasíu og Norður-Ameríku.