Fjörukragi (Schistidium maritimum)
Útlit
Fjörukraginn myndar þétta, ávala púða á grjóti. Gróhirslurnar eru stilkstuttar, standa lítið upp úr púðanum. Blöðin eru bein, mjólensulaga og kjöluð, ganga fram í sljóan odd. Oft hrokkin þegar þau eru þurr, 1,5-3mm. Fjörukragi er tvíkynja.
Útbreiðsla
Fjörukragi er algengur meðfram ströndinni allt í kring um landið, nema við sendna suðurströndina. Hann vex í sjávarhömrum, á klettum og grjóti við sjóinn.