Holdýr2023-11-20T10:02:02+00:00
  • Sæfífill
  • Hveldýr (Dynamena pumila)

Holdýr (Cnidaria, fylking)

Holdýr er safnheiti fyrir ýmsar lífverur sem hafa nokkur sameiginleg einkenni. Holdýr er ekki flokkunarfræðileg eining heldur er notað hveldýr á íslensku fyrir þessa fylkingu. Þau lifa flest í sjó, þó eru til nokkrar tegundir í ferskvatni. Líkami margra holdýra er eins og bikar eða skál. Í kringum munninn er krans af örmum með brennifrumum, þessar frumur eru til varnar og fæðuöflunar. Líkamsgerð holdýra er aðallega af tveimur gerðum, annars vegar sem hvelja og hins vegar sem holsepi. Hveljurnar synda um eða reka um sjóinn og þá vísa munnur og armar niður. Holsepar eru hins vegar fastir við undirlag og armar vísa upp og munnur sömuleiðis. Holdýrin finnast frá fjöru og niður á mikið sjávardýpi. Meira en 11.000 tegundir tilheyra holdýrum.

Go to Top