Áttfætlur2023-02-26T15:10:53+00:00
  • Fjöruló

Áttfætlur (Arachnida, flokkur)

Þetta eru liðdýr sem eru flestum kunnugleg og helst er þá að nefna að til þeirra teljast kóngulær og líklega er hægt að fullyrða að allir Íslendingar viti hvernig þær líti út. Nær allar áttfætlur eru með átta fætur á fullorðinsstigi. Þær hafa svo tvö önnur pör af útlimum, klóskæri (chelicerae) og þreifara (pedipalps), sem eru notaðir til fæðuöflunar, varnar og við æxlun. Engar áttfætlur geta flogið og þær hafa ekki fálmara. Flestar áttfætlur eru landdýr, sumar lifa í ferskvatni og sjó.

Yfir 60.000 tegundum hefur verið lýst og er meirihluti þessara tegunda kóngulær. Dýrið á myndinni er líklega fjöruló (Halorates reprobus).

Áttfætlur

Go to Top