Krabbadýr2023-02-12T12:00:44+00:00
  • Bogkrabbi

Krabbadýr (Crustacea, undirfylking)

Þessi dýr eru fjölbreyttur hópur lífvera og er líkamsgerð breytileg. Sameiginlegu einkenni þeirra eru meðal annars að þau eru með par af fálmurum, par af kjálkum (efri og neðri), tvö samsett augu sem oft eru á stilkum, par af útlimum á hverjum líkamslið, fullorðin dýr hafa einhverja tvískipta útlimi. Stærð krabbadýra er mjög breytilega, frá minna en 0,1 mm uppí stóra krabbategundir sem mælast með fótum um 4 m af umfangi. Krabbadýr eru yfirleitt með höfuð, frambol og afturbol. Þau anda með tálknum. Eins og önnur liðdýr þá eru krabbadýrin með harða ytri stoðgrind. Krabbadýr ganga í gegnum lirfustig (jafnvel nokkur) á þroskaferli sínu. Dýrin lifa flest í vatni og meirihluti þeirra er einkynja, meginheimkynni þeirra er sjórinn og finnast þau frá fjöru og niður í dýpstu ála. Sum krabbadýr lifa í ferskvatni. Um 70.000 tegundum hefur verið lýst en líklega eru til 5 – 10 x fleiri tegundir er til viðbótar sem ekki hefur verið lýst eða leynast einhvers staðar.

Go to Top