Hrúðurkarlar2024-06-20T21:16:09+00:00
  • Hrúðurkarl (Balanus crenatus)

Hrúðurkarlar (Cirripedia, deiliflokkur)

Þeir tilheyra krabbadýrum og lifa fastvaxnir við undirlag, en á lirfustigi er ungviðið sviflægt þar til lirfa velur sér bústað. Dæmigerður hrúðurkarl er með sex kalkkenndar plötur sem umlykja líkamann. Þeir nota fjaðurkennda „fæturna“ eða fæðuangana til þess að afla sér fæðu sem er margskonar lífrænar agnir, svo sem svif og lífrænar agnir, þeir teljast því til svokallaðra síara. Hrúðurkarlar eru flestir tvíkynja og þar sem þeir lifa fastir við undirlagið sitt, þurfa þeir að geta náð til næsta nágranna til þess að fjölga sér, getnaðarlimur hrúðurkarla er því frekar langur miðað við stærð dýrs, og þarf hann að geta náð til næsta granna. Þeir geta líka fjölgað sér með því að veita sæði út í umhverfið sem er tekið upp af öðrum hrúðurkörlum til þess að frjóvga eggin.

Hrúðurkarlar lifa aðallega í fjörunni og helst þar sem er brimasamt. Um 1.000 tegundir eru þekktar. Í íslenskum fjörum er helst von á fjórum tegundum af hrúðurkörlum og algengastur af þeim er fjöruhrúðurkarlinn.

Go to Top