Liðdýr2023-02-13T20:50:45+00:00
  • Trjónukrabbi

Liðdýr (Arthropoda, fylking)

Í þessari fylkingu eru tegundir fleiri en í öllum öðrum fylkingum dýra og er fjölbreytni gífurleg. Það hefur verið lýst 1.126.685 tegundum, en innan liðdýra eru skordýrin meirihluti allra tegunda sem á lifa á Jörðinni. Sjálfsagt eru tegundir liðdýra mun fleiri og hefur jafnvel verið áætlað að tegundirnar eru 10.000.000 eða meira! Líkamar dýra í fylkingu liðdýra skiptast í liði, þau hafa einnig liðskipta útlimi. Annað nafn á fylkingunni er liðfætlur. Einkennandi fyrir liðdýr er hörð skurn, svokallaður hamur, sem ekki getur vaxið með dýrinu. Það verður því að hafa hamskipti þegar það vex. Við hamskiptin sprengir dýrið af sér gamla haminn og nýr vex undir honum, sá nýi er fyrst linur en harðnar á fáeinum klukkustundum. Á liðamótum er hamurinn þunnur og sveigjanlegur. Liðdýr lifa í hinum ýmsu búsvæðum hér á landi sem annars staðar og eru áberandi lífverur í fjörunni.

Go to Top