Skordýr (Insecta, flokkur)

Þau lifa flest á landi eða í ferskvatni, en fá sem lifa í eða við sjóinn. Helstu einkenni skordýra er eins og nafnið bendir til þá þau skipt niður með skorum, sem skiptir líkamanum í þrennt; höfuð, frambol og afturbol. Á höfðinu eru augun oftast stór og áberandi, samsett úr svokölluðum smáaugum. Hreyfifæri skordýrs eru á frambolnum, sem er úr 3 liðum og eitt par af fótum á hverjum lið og fætur eru því 6 og þeir eru liðskiptir eins og hjá öðrum liðdýrum. Skordýr eru flest smávaxin, yfirleitt minni en nokkrir sentímetrar. Lífshættir þeirra eru fjölbreyttir