Flestir sniglar hafa kalkskel sem getur verið mismunandi að lit og lögun, oftast snúin, sumir sniglar eru reyndar ekki með neina skel. Þeir eru með fót sem gengur niður úr bol, hann er sléttur að neðan og notaður hann til að færa sig úr stað. Vöðvarnir í fætinum mynda smábylgjur sem ferðast eftir honum og koma sniglinum áfram. Flestir sniglar eru með höfuð sem gengur fram úr fæti og þar eru augu, munnur og fálmarar. Höfuð og fótur standa út fyrir skel þegar dýrið teygir úr sér, bolurinn er inni í skelinni. Sniglar eru flestir einkynja en geta verið tvíkynja. Sniglar lifa margir á þörungum, í munni hafa þeir skráptungu og með henni eru fæðuörður skrapaðar, teknar upp og étnar. Sniglar í sjó anda með tálknum sem eru í möttulholi. Sniglar sem lifa á landi anda með lungum sem eru ummynduð úr möttulholi og einnig ferskvatnsniglar sem þurfa þá að koma upp á yfirborð vatnsins til að anda.