Loading...
Fjörunytjar2023-11-20T16:10:51+00:00

Fjörunytjar

Íslendingar hafa nýtt sér matþörunga, og þá sérstakalega sölin, frá upphafi Íslandsbyggðar, sem fæðu, fóður fyrir búpening, áburð og til lyfjagerðar. Aðalvaxtarsvæði sölva á landinu eru á Suður- og Vesturlandi, þar sem munar mestu á flóði og fjöru. Þar vaxa sölin á klöppum og steinum þar sem brimið er mest. Nýting sölva hér á landi er aldagömul hefð, eins og kemur skýrt fram í Egils sögu, þegar Þorgerður gabbar föður sinn, Egil Skallagrímsson, frá því að svelta sig í hel, vegna sorgar yfir sonamissi, með því að gefa honum söl; í staðinn orti hann Sonatorrek í minningu sona sinna Gunnars og Böðvars. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvort sölvatínsla komi með norskum, írskum eða skoskum landnámsmönnum, en ljóst er að þetta er gömul iðja.

Go to Top