Fjörulýs (Jaera spp.)
Útlit
Grá- eða gulleit, smávaxin (2-5 mm), hægfara jafnfætla. Hér lifa þrjár tegundir, sem ekki verða greindar að nema með nákvæmri smásjárskoðun.
Útbreiðsla
Fjörulýs halda sig í þangi og finnast um allt þangbeltið. Stundum eru þær í mikilli mergð, en það ber lítið á þeim vegna smæðar og hversu hægt þær hreyfa sig.