Fjörumaur/Klapparmítill (Neomolgus littoralis)

Útlit

Fjörumaur eða klapparmítill er skærrauður að lit, mjög kvikur, en ekki stór, 2-3 mm að lengd. Hann er þó vel sýnilegur vegna litarins. Mítlar voru áður kallaðir áttfætlumaurar og eru þeir af sama meiði og köngulær, sem sagt áttfætlur. Margar aðrar tegundir mítla eru í fjörum landsins en klapparmítillinn er auðséður vegna stærðar og litar.

Útbreiðsla og fæða

Á grjóti eða klöppum ofarlega í fjörunni, oft innanum þang, hann finnst um land allt. Hann veiðir sér til matar önnur smádýr jafnvel mun stærri en hann er sjálfur.