Fjörustrá (Cladophora flexuosa)
Útlit
Fjörustrá er auðþekkt á dökkgrænum lit og stórum frumum, sem sjást vel með berum augum. Stráin eru ógreind, stinn og verða 10-30 cm löng. Getur vaxið stakt, en oftast vaxa fjörustrá í litlum knippum sem oft vefja sig saman. Neðsta fruman í þræðinum festir stráið við undirlagið.
Útbreiðsla
Vex víða um land í pollum í klapparfjörum, frá neðri hluta fjöru niður á 20 m dýpi. Útbreitt beggja vegna Atlantshafsins suður undir hvarfbaug.