Flæðastör (Carex subspathacea)

Lýsing

Flæðastör er af stararætt. Hún er smávaxinn, 4-10 cm há, með skriðulum jarðstöngli og vex í þéttum breiðum. Blómin eru tvö lítil og stuttleggjuð, upprétt kvenöx og eitt karlax. Blöðin álíka löng og öxin, mjó og rennulaga. Slíðrin há.

Engin stör líkist flæðastör.

Útbreiðsla

Vex á sjávarfitjum víða um norðanvert landið, á Austfjörðum og við Faxaflóa, sjaldgæfari annars staðar og ófundin við sendna suðurströndina.

Nytjar eru ekki þekktar.