Glithæra (Urospora penicilliformis)

Útlit

Fíngerður grænþörungur, sem vex snemma á vorin. Glithæran minnir, eins og nafnið bendir til, á glitrandi grænt hár, sem líkist pensilhári og verður um 10 cm langt.

Nokkrar tegundir tilheyra ættkvíslinni Urospora og jafnframt minnir grænslý (Ulothrix) mikið á glithæru. Smásjá þarf til að greina tegundirnar og ættkvíslirnar í sundur.

Æxlun

Glithæran er skammlíf, hún sprettur venjulega á berum klöppum ofarlega í fjörunni á vorin og venjulega horfin fyrir mitt sumar.  Skömmu áður en hún deyr æxlast glithæran, afkvæmið er einfrumungur sem lifir efst í fjörunni. Næsta vor myndar einfrumungurinn gró, sem dreifist um fjöruna og upp vaxa nýjar glithærur og lokast þá hringurinn. Á annarri myndinni hér að ofan er glithæran að veslazt upp og orðin fölnuð að mestu, þó myndin sé tekin um miðjan maí.

Útbreiðsla

Er sjaldgæf á Suðurlandi, en verður smám saman algengari á algengari á Norðurlandi og Norðausturlandi og er græna belstið sem glithæran myndar efst í fjörunni mjög áberandi á Austurlandi. Umræddar tegundir finnast víða um heim, en erfitt er að festa hendur á þeim.