Grænsverta (Wahlenbergiella mucosa)

Útlit

Grænsverta myndar dökkgræna skán á klöppum neðarlega í fjörunni.  Yfirborð hennar er slétt og ósprungið með mjórri, ljósri forþalsrönd. Oft má sjá á því dökka, aðeins niðurgrafna díla, undir þeim eru askhirslur af pyttlugerð.

Útbreiðsla

Grænsvertan vex eingöngu í sjó, á klöppum sem eru að mestu á kafi nema um hjáfjöru. Hún vex oftast innanum þang og er nokkuð algeng umhverfis landið, en er minna áberandi en fjörusverta, því hún er oft á kafi.