Grýttar fjörur

Fjörum landsins er gjarnan skipt í tvo hópa. Annars vegar grýttar fjörur: grjót-, klappar- eða hnullungafjörur, þar er hart efni undirstaðan. Hinn hópurinn er setfjörur. Þar myndar mjúkt efni fjörubotninn. Brimasemi hefur og áhrif á lífríki fjörugerðanna.