Hallloka (Macoma calcarea)
Útlit
Hvít og þunn skel, nokkurn veginn egglaga. Skelin er gárótt með óreglulegum lengdarrákum, nef er nokkuð áberandi og er aðeins aftan við miðju. Frekar litlar skeljar, algeng stærð 3−4 cm.
Fæða og æxlun
Lifir á lífrænum ögnum og smásæjum þörungum, sem skelin síar úr sjó í umhverfi skeljarinnar. Ytri frjóvgun, lirfa þroskast fljótlega eftir frjóvgun, lirfan leitar uppi hentugt búsvæði og sest þar að og þroskast í skeldýr.
Útbreiðsla
Algeng í leirum í kringum landið og hefst við á 0−150 m dýpi. Útbreiðsla um strandsvæði norðurhvels, Atlantshafsströnd Norður-Ameríku. Við Kyrrahafsströnd N-Ameríku við Alaska og yfir til Japans.
Hefur ekki verið nýtt.