Hornsíli (Gasterosteus aculeatus)

Útlit

Smávaxinn fiskur, sem lifir í torfum í fjörupollum. Það er misstórt eftir aldri og kyni, en er oftast 4-6 cm. Utan hringingartíma eru það fremur einkennasnautt. Búkurinn er hliðflatur, höfuðið er frammjótt, augun stór. Roðið er glansandi, silfurgrátt með ýmsum litbrigðum. Hornin (gaddarnir) þrjú, sem standa uppúr baki fisksins, eru óáberandi nema á hrygningartíma. Það eru líka þrjú horn á kviðnum.

Fæð og tímgun

Hornsíli éta fyrst og fremst dýrasvif svo sem árfætlur og vatnaflær. Á hringingartíma, á vorin, verður hængurinn skrautlegur, kviðurinn verður eldrauður og stöðugar erjur eru milli hænga um hrygnur og svæði. Hængurinn býr til kúlulaga hreiður úr slýi og laðar til sín hrygnur með heillandi dansi. Nokkrar hrygnur geta hrygnt í hvert hreiður. Hann gætir eggjanna og seiðanna fyrst eftir klak.

Útbreiðsla

Hornsíli eru algengustu fiskar í ferskvatni hérlendis, finnst um land allt í tjörnum, vötnum og ám, frá fjöru til fjalls. Hornsíli finnast í fjörunni þar sem skilyrði eru fyrir hendi, útfiri með fjörupollum. Það finnst víða beggja vegna Atlantshafs.

Nytjar eru engar, en hornsíli er mikilvæg fæða margra fiska og fugla.