Hrossaþari (Laminaria digitata)

Útlit

Hrossaþarinn er allbreytilegur og fer útlitið eftir vaxtarstað. Blaðkan er stór og breytileg að lögun, hún er breið og löng og klofinn í ræmur. Hún vex upp af stilk, þöngli, sem er sívalur neðst, en flatur efst. Hann festir þörunginn við steina, klappir eða annað undirlag með svonefndum þöngulhaus, sívölum, greinóttum kraftmiklum festusprotum sem vaxa út úr neðsta hluta stilksins. Hrossaþarinn er brúnleitur, lengd blöðkunnar er 50-150 cm.

Líkist stórþara, en er minni, stilkur stórþarans er hnöttóttur efst og jaðar blöðkunnar hjá stórþara sveigir niður með stilknum en blaðka hrossaþarans er fleyglaga neðst við stilkinn.

Útbreiðsla

Hrossaþarinn vex neðst í klapparfjörum, venjulega ofan við stórþarann. Hann er algengur um land allt. Hrossaþari vex beggja vegna Atlantshafsins, sem og í Norður-Íshafi.

Útbreiðsla

Nytjar

Áður fyrr var þari notaður til áburðar. Nú er hann unnin í þaramjöl í Breiðafirði ásamt stórþara og ef til vill fleiri tegundum. Þaramjöl er og notað til áburðar. Sjá kafla um nytjar.