Hveldýr

Útlit

Hveldýr (fræðiheiti hydrozoa) er flokkur mjög lítilla rándýra sem lifa í sambýli margra einstaklinga. Hveldýr eru skyld marglyttum og kóröllum og tilheyra holdýrum. Sepastigin eru að finna á botninum. Hver hveldýrssepi er yfirleitt mjög lítill en lifa oft saman í greinóttum sambýlum sem þakið geta steina og kletta. Þau eru mjög algeng á grunnsævi, sérstaklega sem ásætur á ýmsum öðrum stærri lífverum eins og þara. Þau eru oft talin vera gróður. Hjá sumum hveldýrum er verkaskipting milli dýranna í sambýlinu, sum dýrin sjá um fæðuöflun, önnur um varnir sambýlisins og enn önnur um æxlun. Á myndunum sjást dýr af tegundunum Dynamena pumila, sem lifir í grýttum fjörum á þörungum, steinum og skeljum, separnir eru gagnstæðir á hliðum stöngla; og Laomedea flexuosa, sem lifir um neðanverðar fjörur meðal annars á steinum, þörungum og kuðungum, separnir á stönglinum eru ekki gangstæðir.

Fæða og tímgun

Helstu fæðudýr hveldýranna eru sviflægar lirfur botndýra og smá svifkrabbadýr. Flest hveldýr fara í gegnum bæði holsepa og hveljustig á lífsferli sínum. Þeim fjölgar bæði með kynæxlum og knappskotum. Knappskotin eru þannig að lítill sepi vex úr líkamanum og fær arma og munn og losnar frá.

Útbreiðsla

Algeng í fjörum um land allt.

Nytjar eru engar