Kattartunga (Plantago maritima)
Lýsing
Kattartunga, sem í seinni tíð er farið að nefna fuglatungu, er af græðisúruætt. Hún er fremur lágvaxin, 5-30 cm á hæð. Blöðin eru striklaga, 3-5 mm breið. Blómin standa á löngum blómöxum, þau eru smá og gulleit. Blómstrar í júní.
Engar blómplöntur líkjast kattartungu.
Útbreiðsla
Kattartunga vex helst í sjávarklettum, en einnig inn til landsins uppí 600 m hæð. Hún finnst einnig á sjávarfitjum og ýmiss konar óræktarjörð nærri sjó. Kattartunga vex um land allt.
Nytjar eru ókunnar