Kerlingarhár (Desmarestia aculeata)
Útlit
Brúnþörungurinn kerlingarhár er breytilegur eftir árstíðum. Snemma á vorin myndast ljósbrúnir, fíngerðir og greinóttir hárskúfar, allt að 5 cm, á greinunum sem detta aftur af í byrjun sumars. Þar sem hárskúfarnir voru eru nú stuttir þyrnar sem standa á víxl, sitt hvorum megin, upp eftir greinunum. Greinarnar eru stinnar, grannar og flatvaxnar, 1-3 mm á þykkt. Kerlingarhár fjölær þörungur, það er dökkbrúnt eða rauðbrúnt að lit eftir að hárskúfarnir falla af, lengd 20-100 cm.
Engir aðrir þörungar líkjast kerlingarhári, en breytileiki í útliti innan tegundar getur valdið ruglingi.
Útbreiðsla
Vex í pollum neðst í fjörunni og niður á 20-30 m dýpi. Það finnst allt í kringum land, bæði í skjólsælum og brimasömum fjörum. Það finnst beggja vegna norðanverðs Norður-Atlantshafs.
Nytjar eru engar.