Klapparþang (Fucus spiralis)

Útlit

Klapparþang er fremur smávaxinn, fjölær brúnþörungur. Uppaf skífulaga festunni er sívalur stilkur sem endar í greinóttum blöðum. Blöðin eru sterk, oft skinnkennd og undin, með miðtaug, kvíslgreind, sum með aflangar loftblöðrur sitthvoru megin við miðtaug. Kynbeðin nær hnöttótt, bólótt, minna á hindber. Klapparþangið er gult, grænt eða brúnt, 10-30 cm að lengd.

Líkist engum öðrum þangtegundum með sínar snúnu greinar, þarf þó að hugsa um smávaxið bóluþang. Vex oft í nábýli og neðan við dvergþang.

Útbreiðsla

Vex ofarlega í grýttum fjörum eða klapparfjörum, oft í samfelldum breiðum undir dvergþanginu og þolir vel að þorna eins og það. Vex allt í kringum land og við norðanvert Norður-Atlantshaf, bæði austan hafs og vestan.

Var (og er) nýtt af fé í fjörubeit og sem brenni.

Að vori

Síðsumars