Klóblaðka (Schizymenia jonssonii)
Útlit
Klóblaðkan er er blaðlaga rauðþörungur, getur orðið 30 til 40 cm löng og 10 til 25 cm breið. Hún er rauðleit á veturna en gulleit á sumrin.
Útbreiðsla
Klóblaðkan hefur fundist á vestanverðu landinu, frá Vestmannaeyjum til Vestfjarða og einnig í Eyjafirði. Hún er einlend tegund og hefur hvergi fundist annars staðar. Hún á sína nánustu ættingja í Kyrrahafi. Klóblaðkan fannst fyrst í kringum aldamótin 1900. Hún var ekki skilgreind sem sérstök tegund fyrr en árið 2020 af Dr. Karli Gunnarssyni ásamt tveimur breskum vísindamönnum og er fræðiheitið jonssonii til minningar um Sigurð Jónsson þörungafræðing.
Nytjar
Klóblaðka þykir góður matþörungur. Tilraunaræktun stendur yfir til að kanna lífvirka eiginleika, sem hafa fundist í skyldum tegundum sem vaxa erlendis. Þær eru notaðar í matvæli, fæðubótaefni og snyrtivörur.