Kólgugrös (Devaleraea ramentacea)

Lýsing

Kólgugrös eru 5 til 30 cm langir, óreglulega greinóttir rauðþörungar. Oftast er einn stofn sem er þéttvaxinn hliðargreinum sem greinast aftur. Ystu greinarnar eru holar að innan en stofngreinarnar stinnar og gegnheilar. Stofngreinarnar eru dökkrauðar eða svartar en ytri greinarnar rauðar, þær eru oft gulleitar í endann eða upplitast jafnvel á vorin og sumrin og verða gul- eða grænleitar. Kólgugrös eru fjölær.

Vegna rauða litarins er erfitt að rugla kólgugrösum saman við aðra svipaða þörunga, t.d. fáeina brúnþörunga.

Útbreiðsla

Kaldsjávartegund, sem er algengust um eða neðan við miðja fjöru. Plantan vex á klöppum eða stórum steinum í fjörunni. Hún vex í skjólsælum og miðlungs-brimasömum fjörum.Vex um land allt, norðan- og austanlands mynd kólgugrös víða samfelld belti neðst í fjörunni. Vex annars í N-Íshafi og nyrst í N-Atlantshafi, bæði Evrópu- og Ameríkumegin.

Nytjar eru ekki þekktar.