Krókskel (Serripes groenlandicum)
Útlit
Ungar skeljar eru gulhvítar eða gráhvítar, með rauðbrúnum flikrum sem hverfa með aldri. Eldri skeljar eru gulbrúnar og með langröndótt yfirborð. Lengd að rúmlega 9 cm. Skeljar eru frekar þunnar og nokkuð þríhyrnulaga. Nefið áberandi og nærri miðju.
Fæða og æxlun
Lifir á lífrænum ögnum sem skelin síar úr umhverfinu. Ytri frjóvgun, lirfa þroskast fljótlega eftir frjóvgun, lirfan leitar uppi hentugt búsvæði og sest þar að og þroskast í skeldýr.
Útbreiðsla
Kringum allt land og er nokkuð algeng nema fyrir Suðurlandi, finnst á dýpi frá 0−120 m. Beggja vegna Norður-Atlantshafsins, Norður-Íshaf og Norðaustur-Kyrrahaf.
Nytjar
Engar.