Krossfiskar (Asteroidea)
Þessi dýr hafa flest fimm arma sem einkenna þau ásamt svokallaðri miðplötu sem er eins og nafnið gefur til kynna miðlægt í dýrinu. Greinar sjóæðakerfis liggja frá miðju dýri út í armana og tengjast stilkum, svonefndum sogfótum, sem enda í sogskál. Stærð krossfiska er frá um 2 cm og allt að 1 m að þvermáli en oftast eru þeir á bilinu 12 – 24 cm. Munnurinn er undir miðju dýri og þegar þeir nærast þá ranghvelfist hluti af maganum um dýrið eða það sem þeir eru að fara að nærast á og meltir það.
Krossfiskar eru botnlægir og lifa á ýmsum botngerðum þar sem þeir skríða um. Þeir lifa aðallega með ströndum fram. Þeir eru rándýr eða hræætur, fæðan er af ýmsum toga og geta t.d. verið svampar, kóralar, burstaormar, samlokur og sniglar. Aðrir geta lifað á lífrænum ögnum og þörungum.
Þekktar eru um 1500 tegundir krossfiska sem lifa að mestu leyti í sjó, þeir eru botnlægir og finnast í öllum heimshöfum, fáeinar tegundir lifa í ísöltu vatni.
Krossfiskar – Asteroidea, flokkur.